þriðjudagur, 7. júní 2011

la vie

Jaeja, 'nokkrar' vikur lidnar sidan sidast svo ad eins og alltaf tha aetla ég einungis ad hoppa i adalatridin i lifi minu hér i Frakklandi.

Thad er nu farid ad lida ad lokum a thessari dvöl minni i Frakklandi, buin ad fa flugmidann sendann (lendi i Keflavik kl. 14:45 sunnudaginn 10. juli) i tölvuposti og ég nae varla ad paela i thvi ad thad eru ekki einu sinni 5 vikur eftir ! Nuna er i gangi sidasta skolavikan min (mjög roleg) og a laugardaginn mun ég skella mér til Rosu i 6 daga adur en ad hun kemur svo til Parisar til min i viku asamt Esteri. Eftir thad verda einungis rétt rumlega tvaer vikur eftir ...

Allaveganna, ef ég tel svona upp i adalatridum hvad ég hef verid ad gera sidustu vikurnar:
 • Eg hélt Eurovision-kvöld heima hja mér og thar voru Erica(Svithjod), Winona(Thyskaland) og Maddy(USA). Erica skemmti sér i lok kvöldsins ad rifast vid sjonvarpid thar sem ad Eric Saade vann ekki (vid vorum allar sorgmaeddar thar sem ad vid höfdum akvedid ad fara til Svithjodar a naesta ari ad horfa a keppnina) og hun kalladi barbiedukkuna fra Azerbaidjan öllum illum nöfnum.
 • Eg for a Mont St. Michel med Ericu og fjölskyldu hennar thann 28. mai og eyddi thar af leidandi helginni heima hja henni. Thad tok um 4 tima i bil ad fara thangad og thetta var otrulega nett. Litid thorp sem hafdi verid byggt a litlum hol (Aslandid nema bara ad fjallid stod adeins meira utur thar sem ad thad var allt flatt i kring), vid skodudum klaustrid sem var heimili munka a midöldum. Eg skelli inn myndum a FB sidar, thad er leti i mér nuna.
 • Thar sem ad a fimmtudaginn i sidustu viku var fridagur i Frakklandi tha akvad fjölskyldan min ad skella sér aftur a Île-aux-Moines i langa helgi, vid forum semsagt eftir hadegi a midvikudeginum ég, Sylvie, Camille og Clement (restin kom a föstudeginum) en thad var skirn hja litlum fraenda a laugardeginum. Eg skal segja ykkur ad thad vard heitara med hverjum deginum sem leid. Hamarkid var svo a laugardeginum, en vid höfdum farid a ströndina alla dagana og skelltum okkur klukkan ATTA um kvöldid, thvi ad thott ad solin hafi ekki verid rosalega hatt a lofti tha var hun einkennilega sterk fyrir thennan tima. Thad var yndislegt ad komast svona adeins i burtu og fara i solbad a ströndinni og bada sig i sjonum, en a sunnudaginn tha tokum vid ATTA OG HALFAN tima til ad komast heim thar sem ad traffikin var svo mikil! Ekki alveg ad fila thad.
 • Eg skellti mér a Champs-Elysées til ad sja nyju Abercrombie&Fitch budina og fékk mynd af mér med fyrirsaetu sem var ber ad ofan ;) Greyid drengurinn stod tharna eins og myndastytta med brosid limt a vörunum a medan röd af aestum stelpum stod i marga kilometra fra innganginum .... 
En ja, thetta er nu svona sidasta bloggid adur en ad skolinn er buinn, svo hendi ég kannski inn einu bloggi i byrjun juli en vid sjaum bara til ;)

Hlakka til ad hitta ykkur öll aftur thott mig langi ekkert hrikalega mikid ad koma heim ;) 

Bisousbisous

Stella

ps. eftir tveggja manada sol, tha er byrjad ad rigna .....

mánudagur, 2. maí 2011

je kiffe la France !!

Eg aetla ekki einu sinni ad reyna ad afsaka mig i thetta skiptid, baedi fyrir blogg-og myndaleysid. Eg hef einfaldlega verid of löt til ad blogga eda gleymt thvi, og thar af leidandi aetla ég adeins ad hoppa i storu atridin sem ég hef verid ad gera sidustu atta vikurnar.

Thad hefur verid mikid ad gera hja mér, Paris eiginlega hverja helgi, skoli, ferdalög og fri.

Fyrir fri man ég varla hvad ég gerdi, man bara ad ég eyddi nokkrum godum helgum i Paris, keypti mér föt og svona. 2. april hélt reyndar vinur minn, hann Ondrej fra Tékklandi, uppa afmaelid sitt i Cergy, sem er alveg hinum meginn a lestarlinunni minni, RER A (ég by a austasta punktinum og hann a vestasta).
Paskafriid mitt byrjadi semsagt med pompi og prakti thann 9. april, og ég fagnadi audvitad med thvi ad fara til Parisar og hitta nokkra vini. Vid höfdum aetlad ad skella okkur i bio, en vedrid var svo gedbilad ad vid forum frekar i göngutur og settumst svo og soludum okkur vid bakka Signu. Eg kom raud heim en frekar satt vid daginn.
Daginn eftir hélt svo öll fjölskyldan (minus Pauline) af stad i vikuferdalag a litla eyju sunnan af Bretagne sem heitir Île-aux-Moines og er algjör paradis. Eg dyrkadi vikuna tharna, thratt fyrir ad ekki hafi verid neitt svakalega mikid ad gera (og ég get verid mjög otholinmod thegar ekkert er ad gera og timinn lidur haegt). Eg las fjorar baekur ef mér skjatlast ekki, for ut ad skokka a hverjum morgni, for ut a naestum thvi hverju kvöldi med "krökkunum" og naut thess ad lifa FB -og sjonvarpsfriu lifi i viku. Og thad var sjor tharna!! Jeminn eini, ég hafdi saknad hans.
Eg lenti reyndar i thvi "skemmtilega" atviki ad tyni naestum thvi myndavélinni minni .... aftur. A fimmtudagskvöldinu höfdum vid semsagt farid nidur a strönd, i nidamyrkri. Vid bjuggum til vardeld og grilludum sykurpuda og endudum svo kvöldid uppa hol og skemmtum okkur vid ad henda steinum i sjoinn. Thegar vid vorum svo ad fara til baka tok ég eftir thvi ad myndavélin min var ekki lengur i vasanum minum.  Eg, gripin hraedslu, fékk sima lanadann med miklu ljosi og for um alla ströndina i leit ad myndavélinni, en fann hana audvitad ekki i myrkrinu. Thad var ekkert annad ad gera en ad fara heim og bida eftir solaruppras. 
Eg for semsagt i rumid klukkan halftvö en var komin nidur a  strönd aftur klukkan atta um morguninn. Engin raud myndavél, neinsstadar thar sem vid höfdum verid kvöldid adur. Eg akvad ad leita fyrir nedan holinn thar sem vid höfdum verid ad kasta steinunum, enda var ég viss um ad myndavélin hafi dottid ur vasanum thar. Eftir ad hafa fundid tvaer stangir og lagt fra mér konguloarhraedsluna i nokkrar minutur byrjadi ég mikla leit i runnunum fyrir nedan holinn. Tuttugu minutum sidar, sveitt og threytt, haldid thid ad ég hafi ekki séd glitta i eitthvad rautt? Eg hefdi fundid hana hradar ef ég hefdi byrjad a hinum endanum a runnanum, en ég var frekar satt vid ad hafa fundid hana. Threytt eins og ég var tha for ég aftur i rumid og rotadist til klukkan 1.

Allaveganna, ég kom aftur heim thann 17. april og tok mér tveggja daga pasu, la i leti, at og glapti a sjonvarpid. Thad er alltaf jafnmikill metnadur i mér! A thridjudeginum for ég svo i göngutur i goda vedrinu med vini minum til ad drepa timann thar til ad Erica, "thessi saenska", kaemi til min, en hun aetladi ad eyda nokkrum dögum hja mér thar sem ad hostfjölskyldan hennar var ekki heima. Vid skemmtum okkur konunglega, forum til Parisar, atum sukkuladi, keyptum okkur föt i H&M og ég veit ekki hvad. Vid gerdum ekkert merkilegt thannig séd, bara spjölludum og létum lifid leika vid okkur thessa sidustu viku af friinu.
Erica for svo a laugardeginum og sidustu tveimur fridögunum minum eyddi ég i letiletileti, sem var mjög kosi. Eg hef uppgötvad ENN EINN sjonvarpsthattinn, hinn breska Skins, og er ad horfa a hann a frönsku med hostsystur minni, henni Camille.

Skolinn byrjadi svo aftur sidasta thridjudag, og ég get nu ekki sagt ad "la rentrée"(notum thetta i hvert skipti sem ad vid komum ur frii hér) hafi verid erfid. Eg byrjadi klukkan tiu og var buin klukkan fimm, en fékk tveggja tima hadegismat og sidasta timanum, ensku, eyddum vid i ad tala um hvad vid höfdum gert i friinu okkar. Kennarinn frikadi ut thegar hun komst ad thvi ad Victor aetti fimm systkini OG ad thad vaeri skiptinemi sem byggi hja honum, og Victor skemmti henni med sögum um lifid a heimilinu, eins og hvad vid bordudum (hun sprakk ur hlatri thegar vid sögdum henni fra frosna graenmetinu sem er keypt tilbuid og hitad upp), eins og ... pasta.

A thridjudagskvöldinu gisti ég svo heima hja Laureen, stelpu i bekknum minum, asamt nokkrum vinum Victors thar sem ad vid vorum ad fara til Belgiu snemma morguninn eftir og hun byr stutt fra skolanum, vid thyrftum tha ekki ad vakna fyrir allar aldir (ekki thad ad vid höfum EKKI vaknad klukkan 5 samt sem adur), og ég sem ad tek alltaf tvaer naetur i ad venjast nyju rumi svaf einungis 2 og halfan tima.
Vid vorum komin upp i skola klukkan 6:40 a midvikudagsmorgninum, og ég svaf naestum thvi alla leidina til Guise, sem er i nordur Frakklandi. Thangad forum vid til ad skoda Familistère sem ad madur sem nefnist Godin bjo til fyrir einhverjum 160 arum sidan, og var algjör nyjung a sinu timabili. Thad var svosum agaett, vedrid ekki alslaemt en ég, daud ur threytu, nadi voda litid ad einbeita mér.
Eftir kaffitimann var svo leidinni haldid til Brussels, höfudborgar Belgiu, en thar gistum vid a gistiheimili. Vid vorum um 41 nemandi ur tveimur bekkjum. Thad var svolitid erfitt ad rada nidur i herbergi thar sem ad thad voru einungis tvo sex manna stelpuherbergi og thad voru thrir hopar sem vildu svoleidis, svo ad vid, audvitad, vorum tölud vid sidast og fengum ekki svoleidis luxus. Vid lentum i miklum rökraedum um hver aetti ad sofa med thessum tveimur sem vid thekkjum ekki en a endanum gafst ég upp og ég og Ornella tokum thessi tvö plass. Thetta var bara ein nott, ekki eins og vid myndum deyja!

A fimmtudagsmorguninn var haldid af stad klukkan 9 i tveggja tima tur um borgina i rutu med leidsögumanni. Eg verd nu ad segja ad borgin er alveg falleg ad hluta til, en ég sem hef buid i svona nalaegt Paris og alveg heillast af henni fannst ekki mikid til koma, nema allra elstu hlutanna sem vid saum i klukkutima turnum sem vid fengum med ödrum leidsögumanni a milli 11 og 12. Vid saum margt flott og ahugavert, eins og litla strakinn sem pissar, baedi thann sem pissar vatni OG theim sem pissar bjor, litlu stelpuna sem pissar (ekki jafn thekkt) og svo lika litlar styttur sem voru fastar a vegg: deyjandi madur, engill, hundur og mus. Ef thu straukst hundinum um hausinn tha myndi makinn thinn vera "faithful", ef thu snertir musina myndirdu eignast maka, og engillinn var fyrir tha sem attu erfitt med ad eignast börn. Deyjandi madurinn hef ég ekki hugmynd um.
Eftir hadegismatinn, thar sem ad vid fengum klukkutima fristund til ad hlaupa um turistabudirnar (ungfru "eyddi-öllu-i-h&m" gat ekki keypt i <3 brussels bol) tha var ferdinni haldid a Konunglega listasafnid i Brussels thar sem ad vid skodudum hollenska og flaemska list fra mörgum timabilum, sem var mjög ahugavert og mér leist mjög vel a, sérstaklega thar sem ad vid vorum med enn einn leidsögumanninn sem utskyrdi allt mjög vel fyrir okkur. Og tha var lidid ad lokum a thessari stuttu Belgiuferd. Jaeja, ég get tho allaveganna sagt ad ég hafi komid thangad ;)

Um helgina for ég svo til Parisar med Ericu, Jorunni(Noregur) og Maddy(USA). Vid aetludum ad fara a linuskauta i gard sem heitir Trocadero og er ekki thad langt fra Eiffel-turninum, en thegar vid aetludum ad leigja skautana tha kom i ljos ad budin var lokud. Vid létum tho ekki deigan siga heldur skelltum okkur bara i grasid fyrir framan Eiffel-turninn og spjölludum og atum hadegismatinn okkar (ég er enn og aftur ad reyna sma atak svo ad a medan thaer gaeddu sér a dyrindis Subway og Subway-kökum tha var ég med samloku ad heiman, jogurt og appelsinu). Vedrid var mjög gott en thad byrjadi ad rigna a timabili thannig ad isinn  (0% jogurtis) sem ég var ad éta breyttist naestum thvi i issosu. Eg nadi sem betur fer ad forda mér i tima, en Erica var ekki jafnheppin.

Ja, nuna er svo bara kominn manudagur aftur, og thad eru einungis 6 vikur eftir af skolanum ef utreikningar minir standast. Ester og Rosa aetla ad koma til min eina viku i juni thar sem ad ég aetla ad syna theim borgina (tja, Rosa hefur nu mikid séd af henni) og vid gerum einhvern skandal. Vid verdum örugglega mestalla vikuna i Paris, ekki bara af vilja (thott ad thad  sé adalastaedan), heldur lika afthvi ad thrir krakkar a heimilinu minu verda ad laera fyrir "le bac", stora frönskuprofid! Thad er semsagt tekid a naestsidasta arinu i menntaskola, en a lokaarinu er vist tekid i frönskum bokmenntum. Eg sé ekki mikinn mun thar sem ad mér finnst thad sem vid erum ad laera nuna adallega vera bokmenntir, malfraedi er eitthvad sem thau haettu fyrir thremur arum.
Og svo var mér lika tilkynnt i gaer ad vid förum aftur eina helgi a Île-aux-Moines i byrjun juni til ad vera vidstödd skirnarveislu :) Eg tek lestina, i fyrsta skiptid a milli landshluta thar sem ad thad er skoli hja mér a föstudeginum.
Eg trui samt varla ad thad sé svona litid eftir. Eg hafdi alveg heyrt sögur af thessu, en nuna finnst mér timinn i Frakklandi ordinn virkilega skemmtilegur, ég er buin ad eignast virkilega goda vini i bekknum og vedrid hefur verid frabaert i nokkrar vikur, fyrir utan nokkra leidinlega daga. Dagurinn i dag er frekar solarlaus, en vedrid er samt heitt, allt upp i 20°C! Audvitad hlakkar mig til ad koma heim og hitta ykkur öll aftur, fa ad keyra og gera einhvern skandal, en mig langar virkilega mikid ad vera lengur i Frakklandi. Eg mun pottthétt koma aftur naesta sumar og eyda öllum agustmanudinum hér! (Ja, ég veit mamma, lifa i nutidinni ...)

Nokkrar skemmtilegar stadreyndir um Frakkland (og mig+France) svona til ad ljuka thessu:
 • Vissud thid ad hid fraega franska "crêpes"(frabaert heitt med nutella) kemur fra Bretagne, litla handleggnum sem stendur utur Vestur-Frakklandi?
 • Eg er ordin svo vön "bisous" (koss a badar kinnarnar) ad thad verdur erfitt ad venja mig af thvi thegar ég kem heim!
 • Thetta vita kannski flestir, en Eiffel Turninn var byggdur fyrir heimssyninguna i Paris 1889.
 • Frakkar elska ad borda. Thetta er stadreynd.
 • Frakkland er Ostalandid. Sviss er Sukkuladilandid. Reynid ad muna thad!
 • Ef ad thu tharft ekki ad taka ar aftur i skola, tha ertu yfirleitt buin med menntaskola arid sem thu verdur 18 ara (fyrir utan tha sem byrja a "maternelle" 2 ara, en tha ertu buin 17 ara). Thad thydir ad flestir flytja ad heiman til ad fara i haskola eda undirbuningsskola thegar their eru 18 ara, en halda afram ad vera fjarhagslega hadir foreldrum sinum.
 • Bilprofid er ekki jafnmikid mal i Frakklandi, eda allaveganna ekki a Île-de-France svaedinu (Paris og umhverfi). Thad er, thad reyna ekki allir ad keppast um ad na bilprofinu fyrir 18 ara afmaelisdaginn sinn.
 • Afengi er selt i supermörkudum.
 • Foreldrar bjoda uppa vin med matnum (vid sérstök taekifaeri) og bjoda krökkunum (allt nidur i 15-16 ara) glas (allaveganna i minni fjölskyldu).
 • Eins og ég hef eflaust sagt adur: thad reyka ALLIR i Frakklandi.
En ja, annars aetla ég bara ad segja takk fyrir mig, og bid ykkur endilega um ad kommenta thar sem ad mér finnst alltaf jafngaman ad sja hverjir lesa bloggid mitt :)

bisous
komment
je vous aime

  fimmtudagur, 10. mars 2011

  les vacances d'hiver

  Nuna hef ég slegid öll met i leti. Eg aetladi ad blogga sidustu helgi, en svo bara nennti ég thvi ekki. Letin i mér alltaf hreint!
  Jaeja, eins og timinn hefur nu lidid tha mun ég bara hoppa i helstu atridin sem hafa verid ad gera sidustu fjorar-fimm vikurnar.
  Vikuna 7.- 11. februar voru prof i skolanum minum sem kallast Bac Blanc, og eru einskonar aefingarprof fyrir storu Bac-profin i lok arsins, nema ad thau gilda inn i einkunn lika. Eg tok öll profin sem bekkurinn minn tok: skriflegt frönskuprof, munnlegt frönskuprof, staerdfraediprof og visindaprof(SVT og Physique). Eg hef ekki fengid einkunnina ut ur frönskuprofunum thar sem ad sidustu profin klarudust bara nuna rétt fyrir helgi. En vitid thid hvad? Snillingurinn ég nadi ad fa haestu einkunn af bekknum sinum, 17/20 (OK, ég er a L, og bekkurinn minn er ömurlegur i staerdfraedi, en ég var samt hrikalega stolt), plus thad ad ég nadi 9/20 i physique, sem var haerra en Victor fékk, og 7/20 i SVT, en yfirleitt fae ég 2/20 i thvi.
  Thessi vika var lika halfgerd frivika, thar sem ad tvo daga for ég ekki prof og ég laerdi vodalega litid fyrir thessi prof thannig ad mér leid eins og ég vaeri i frii :)
  Helgina eftir thetta for ég svo i afmaeli hja Winonu fra Thyskalandi, og vid skelltum okkur a einhverja baejarhatid sem var haldin stutt fra heima hja henni sem kallast La nuit curieuse, sem var mjög gaman. Thad voru heitir pottar(sem voru vist settir a hatidina fyrir löngu til ad kynna Island) og artyfarty leiklistarsyningar, en vid vorum nokkrir skiptinemar saman og skemmtum okkur konunglega.
  Eftir thessa "yndislegu" profaviku og helgi var svo komid ad tveggja vikna vetrarfrii, og ég verd ad segja ad thetta er eitt besta vetrarfri sem ég hef upplifad.
  Fyrri vikuna skellti ég mér semsagt FJORA daga i röd til Parisar, their hefdu verid FIMM en vid vorum öll svo threytt a manudeginum eftir litinn svefn ad vid akvadum ad taka sma hvild.
  Thridjudagurinn 15.02: Eg for med Winonu(Thyskaland), Florentinu(Austurriki) og Ondrej(Tékkland) til Parisar, og ég man ekki nakvaemlega hvad vid byrjudum a ad gera en ég man ad vid löbbudum mikid. Vid endudum daginn svo a thvi ad labba upp L'Arc de Triomphe, eda Sigurbogann eins og vid thekkjum hann.
  Midvikudagurinn 16.02: Thar sem ad enginn nennti til Parisar, tha skellti ég mér bara ein med Ondrej og, eins og alltaf i Paris, tha skemmtum vid okkur frabaerlega. Vid forum og skodudum Les Catacombes, sem er einhverskonar nedanjardar grafhysi sem var um 2 km og alveg langt undir jördinni. Ondrej akvad ad vera snidugur og bregda mér tharna nidri, og ég var naestum thvi buin ad drepa hann.Vid forum lika ad skoda Moulin Rouge og Notre Dame og endudum daginn a thvi ad skella okkur a Starbucks. Mmmm, Frappochino!
  Fimmtudagurinn 17.02: Maddy, ny stelpa fra Bandarikjunum, kom med mér og Ondrej thann daginn til Parisar. Vid forum ad skoda kirkju rétt hja Notre Dame sem heitir Sainte-Chapelle og er thekkt fyrir rudurnar sinar, sem hafa verdi partur af skreytingu kirkjunnar fra thvi arid 1200 og eitthvad. Vid löbbudum lika haefilega mikid thann daginn, og .... skemmtum okkur konunglega!
  Föstudagurinn 18.02: Sidasti dagurinn adur en ég hélt i viku skidaför. Thetta var langur dagur, og mikid gert. Vid skelltum okkur a Musée d'Orsay sem er eitt fraegasta safnid i Frakklandi, og skönnudum alla nedri haedina a thvi safni (fer aftur sidar til ad skoda restina). Vid forum lika a Invalides, thar sem ad godvinur okkar hann Napoleon er grafinn i risastorri kistu(fyrir thennan litla mann) sem gaeti rumad tiu manns. Vid akvadum svo ad skella okkur i göngu i Jardin des Tuileries sem er rétt hja Louvre, og Ondrej skellti sér i Candy Floss sem ég var svo skemmtileg ad hjalpa honum ad klara :) Eg elska Paris.

  Thad var komid ad thvi, SKIDI. Eitthvad sem ég gerdi einu sinni thegar ég var atta ara og ég man ad ég nadi ekki einu sinni ad nota skidalyftuna rétt tha ..... Thetta var yndisleg ferd. Eg for med Sylvie, Antoine, Thomas og Clement, en thad var meira folk med okkur og vid vorum 22 i allt ef mig skjatlast ekki.
  Eg aetla ekki ad ljuga: ég var ekkert undrabarn sem ad hoppadi a skidinn og hljop beint i svörtu brekkurnar. Neinei, ég var drifin i blaa brekku fyrsta daginn, en rödin er graen-bla-raud-svört, og thetta var ekki einföld bla brekka! Eg datt i hverjum snuningi og komst nidur a mikid lengri tima en hefdi gerst venjulega. Ekki hjalpadi thad til ad thad snjoadi allan daginn og vid komum rennandi blaut upp a hotel um kvöldid. En thetta var samt otrulega gaman, og alveg thess virdi ad vakna morguninn eftir med verstu hardsperrur i heimi!
  Dagarnir foru svo skanandi: ég byrjadi annan daginn i graenni brekku, og for svo thridja daginn i kennslu, asamt tveimur sidustu dögunum. Eg aetla nu ekki ad monta mig, en sidasta daginn nadi ég ad fara nidur rauda brekku an thess ad detta :) Eg er snillingur! OK, ég for kannski ekki alveg a 100 km/h, en mér leid samt frabaerlega, thetta var svo otrulega gaman ad ég hef akvedid ad byrja ad skida thegar ég kem heim, bara svona upp a flippid :)

  En ja, svo byrjadi skolinn bara aftur i sidustu viku (gratur) og lifid er fljott ad komast aftur upp i rutinu. Eg for reyndar a laugardaginn til Parisar med dansskolanum minum ad sja svona einskonar "aefingu" af ballett sem verdur syndur i Opera Bastille i lok manadarins. Thetta var svo otrulega flott ad mig langar ad fara ad sja thetta i alvörunni! En ég held ad ég lati mér naegja ad fara ad sja thetta i beinni i bio ;)

  En ja, ég bidst innilegrar afsökunar a bloggleysi, ég aetti ad skrifa oftar svo ad ég thurfi ekki ad leita i minninu ad thvi hvad ég hef verid ad gera undanfarid.

  Bisousbisous
  Stella  ps. komment eru alltaf vel thegin, alveg sama hversu omerkileg thau eru ! <3

  miðvikudagur, 2. febrúar 2011

  Life goes on ....

  Svo ad ja, fyrir viku var ég semsagt buin ad skrifa alveg yndislega fallegt blogg handa ykkur (O-K, kannski örlitlar ykjur, en ég elska ykkur samt) og aetladi nu bara ad fara heim og stilla nokkrum myndum inn i thad. Viku seinna og ég hafdi alveg steingleymt blogginu sem thid munud vist aldrei fa ad sja ......
  Thad eru semsagt lidnir rétt rumlega 20 dagar fra sidustu faerslu, og nog hefur gerst. Eg aetla nu ekkert ad fara ut i nein smaatridi thar sem ad lifid mitt er ekki alltaf dans a rosum hérna i Paradis, en thad er önnur saga sem thid faid kannski ad heyra thegar ég kem heim .... en thar sem ad ég er ekki tilbuin til thess strax tha aetla ég ad fraeda ykkur um sitt af hvoru af thvi sem ég hef verid ad gera undanfarid. 20 dagar er samt langur timi svo ad ekki aetlast til ad ég muni hvert smaatridi.

  Midvikudaginn 12. januar byrjudu utsölur i Frakklandi. Vid erum ekki ad tala um Galleri 17 sem setur gallabuxur a 15000 i stadinn fyrir 17000, heldur H&M sem laekkar vörur sinar ur 20€ i 5€. Thid getid rétt imyndad ykkur hvad ég for yfir um. Strax fyrsta daginn skellti ég mér med nokkrum stelpum ur skolanum minum i Val d'Europe (kringlan+smaralind+H&M .... you get the picture) og keypti nokkrar flikur. Eg var i himnariki. En himnariki er lika yfirfullt af folki, og mér leid eins og ég vaeri stödd a 17. juni skrudgöngu sem for adeins ur böndunum. En thad er lika bara einu sinni sem ég fae ad upplifa svona svo ad madur verdur ad nyta taekifaerid a medan thad gefst.
  Sunnudaginn 16. januar var svo skellt sér til Parisar i AFS "ballade" sem er farin einu sinni i manudi um mismunandi hverfi Parisar. I thetta skiptid var förinni heitid a safn sem heitir Petit Palais og var byggt i tilefni af heimssyningu i Paris 1900. Otrulega fallegt allt saman, en ég aetla nu ekkert ad hrosa mér yfir thvi ad hafa skodad hvern einasta hlut med staekkunargleri; ég sa eiginlega ekkert nema byrjunina af safninu. Eg, Erica og Ondrej skelltum okkur ut i litinn gard i midju safninu og settust nidur i klukkutima til ad spjalla. Vedrid var frabaert, og thann 16. januar gekk ég um i sumarjakka og thunnum bol innanundir .... thetta er sko lifid. Vid tokum svo um tveggja tima göngu eftir a um götur Parisar og settumst inn a kaffihus. Gud hvad vid skiptinemarnir getum kjaftad mikid. Eg mun nu samt snua aftur a thetta safn einhverntimann, thad gengur ekki ad lata svona hluti fara fram hja sér .....
  Svo ad ég haldi nu afram ad telja upp "merkilegar dagssetningar":
  Midvikudaginn 19. januar .... fyrsta kvedjustundin. Caitlin vinkona min fra Astraliu var ad fara heim. Vid skelltum okkur til Parisar ég, hun og Erica i verslunarleidangur um Chatelet (i midri Paris - google it) og spjölludum heilmikid saman. Vid erum nu bunar ad akveda ad fara til Astraliu ad heimsaekja hana og svo aetlar hun ad koma i Evropuleidangur ..... ég vona bara ad thad gerist, thvi ad thad verdur svo leidinlegt ef vid missum sambandid.
  Helgina 22.-23. januar var svo AFS helgi i fylkinu minu - Île-de-France (Parisarfylkid). Gud hvad thaer helgar eru yndislegar. Mér finnst reyndar ekkert gaman i hinum ymsu "activities" sem fjalla adallega um thad ad fara i leiki og greina tha til ad tengja tha skiptinemareynslunni, en thad er bara svo gaman ad hitta hina skiptinemana og spjalla ut i eitt. Eg mun vera med munnraepu thegar ég kem heim, passid ykkur :) Eg thurfti lika ad kvedja annan vin, Nick fra Astraliu, tha helgi, thar sem ad hann er lika bara i halfsarsprogrammi eins og Caitlin. Allt mjög sorglegt og loford voru gefin um heimsoknir i framtidinni ....
  Seinasta laugardag, 29. januar, skellti ég mér svo til Parisar (enn og aftur, ja, hun er bara svo skemmtileg) og i thad skiptid til ad hitta Berglindi, eina af islensku skiptinemunum i Frakklandi. Eg hef ekki séd hana sidan fyrstu helgina hérna svo ad thad voru miklir fagnadarfundir og islenska tölud (sem var frekar skritid). Vid spjölludum heilmikid, forum inn i Notre Dame (ja, i fyrsta skiptid mitt .... eftir fimm manudi nalaegt Paris!) og kynntum thjalfarann hennar fyrir Subway. Subway er ekki mjög thekkt hér, alveg otrulegt! Lika dyrara en McDo .....
  Allaveganna, eftir thad skellti ég mér svo til Ericu og for i sund med henni og hostsystur hennar. Gud hvad thad er langt sidan ég hef farid i sund! Thad er bara alltof dyrt hérna ..... Um kvöldid gisti ég svo hja Ericu thar sem ad vid vorum ad fara i "surprise afmaeli" daginn eftir hja skiptinema fra Hong Kong og hun byr naer honum en ég. Vid horfdum a Burn After Reading og atum snakk. Hollusta alveg i gegn!
  Thad var frabaert i afmaelinu, og Davis var svo gladur. Alltaf gaman ad gledja folk. En vedrid hérna er lika alveg ogedslega kalt i augnablikinu, og ég hélt i alvörunni ad taernar myndi frjosa af. Converse-skor eru kannsi ekki bestu skornir i svoleidis vedri skal ég segja ykkur. Eg for meira ad segja ur skonum i straeto og setti sokka yfir i stadinn! Thid getid imyndad ykkur augnradid sem ég fékk fra sumu folki .....
  En ja, svo er lifid bara buid ad vera osköp venjulegt. Eins og ég sagdi fyrr tha er thad ekki alltaf dans a rosum, og thad ad vera skiptinemi getur verid erfitt, adallega thar sem ad vid erum ekki vön menningunni hérna. Eg hlakka alveg til ad koma heim, en samt langar mig thad ekki thar sem ad nu er franskan fyrst ad koma og ég vaeri frekar svekkt ad na henni ekki alveg. Eg skil allt, en eina sem ég tharf nuna ad vinna med er talid, sem kemur haegt og rolega .... stundum OF rolega fyrir minn smekk! Eg hef tho enntha einn manud eftir af theim sex sem Thomas sagdi mér ad thad taeki til ad na thessu fullkomlega, svo ad ég bid roleg :)

  I naestu viku kemur svo eitthvad sem ég kvidi otrulega fyrir: BAC BLANC. Thad eru aefingarprof fyrir alvoru BAC, sem verda i juni (og ég tek liklegast ekki), en eru samt eiginlega eins sett upp. Eg er eiginlega ekkert buin ad laera (okei, ég er EKKERT buin ad laera fyrir frönskuna) og ég veit nu ekki alveg hvernig thetta mun fara allt saman. Eg veit ad ég mun fa gott i staerdfraedi (fékk haestu einkunn af bekknum i sidasta profi, ekkert sma stolt), en Physique&SVT og franska ...... I guess we'll just have to wait and see ....
  Eftir tha viku er ég svo komin i tveggja vikna langthrad vetrarfri. Fyrstu vikunni mun ég eyda i leti, en seinni vikunni er förinni heitid i Alpana asamt hostforeldrum minum, Thomas og Clement. Thar sem ad ég hef ekki farid a skidi sidan ég var 8 ara tha verdur thetta eitthvad skrautlegt .....


  ein af mér og Nick svona i lokin

  
  bisous
  à bientôt
  

  ps. ég elska komment, sama hversu omerkileg thau eru <3

  þriðjudagur, 11. janúar 2011

  2011

  Godan daginn kaeru Islendingar naer og fjaer og gledilegt nytt ar! 2011, uff, madur fer bara bradum ad verda gamall .... svo eru lika bara taeplega tvö ar i heimsendinn ! oh the horror!
  Lifid mitt hefur bara verid svona upp og nidur thessa dagana, mikid ad gera, en samt ekki, farin ad tala mikid meiri frönsku, skil allt sem er sagt vid mig og ég hlusta a (nema thegar thau akveda ad taka upp slangur og thegar sjonvarpid tekur upp a thvi ad tala a kinversku ....). Alveg otrulegt samt, thetta er buid ad lida svo otrulega hratt, og bradum verd ég buin med helminginn af dvölinni minni hér! Ad ég hafi ekki séd ykkur i rumlega fjora manudi faer mig til ad hugsa hvad ég sakna ykkar allra mikid, frönskutimarnir hér fa mig til ad sakna MH, og litid félagslif faer mig til ad sakna thess ad fara bara heim til einhvers til thess ad slappa af eftir skola .... hér tharf helst manadarfyrirvara og skriflegt leyfi!
  Allaveganna, svo ad ég skrifi nu adeins hvad ég hef verid ad gera undanfarid:
  A Gamlarskvöld for ég semsagt heim til vinkonu minnar hennar Caitlin, fra Astraliu, og Erica fra Svithjod var lika thar, og vid héldum örlitid "soirée" saman. Thad var frabaert, töludum endalaust mikid og skemmtum okkur rosalega. Vid "stalumst" ut um midnaetti, thar sem ad taeknilega séd tha attum vid ad vera inni, en foreldrar hennar komu ekki heim fyrr en um thrjuleitid um nottina. Vid skelltum okkur ut, tilbunar ad heyra i flugeldum .... en neiiii, engir flugeldar. Er nokkud viss um ad ég hafi heyrt eina sprengingu, en annars var thad eina sem hringdi inn nyja arid ad folk for ad kalla ut um gluggana sina. Eg taladi samt vid mömmu og pabba i simann klukkutima seinna, thegar 2011 slo inn a Islandi, og ég heyrdi i flugeldunum og deildi med stelpunum. Vid atum saelgaeti alla nottina og fitnudum örugglega um tiu kilo ....
  Vid vöknudum semsagt um eitt leitid daginn eftir, og eftir stuttan hadegismat tha var bara skellt sér i lestina til ad fara heim. Vid tokum lika straeto, og ég var mjög undrandi a thvi ad hann gengi 1. januar, thar sem ad ekkert gengur thann dag a Islandi.
  1. og 2. januar eyddi ég svo i algjörri leti, las baekur, horfdi a sjonvarpid og hékk i tölvunni .... frabaer byrjun a nyju ari myndi ég segja, en svo strax 3. januar byrjadi skolinn .... Fyrsti dagurinn var alltof langur, fra 8-6, med um fimm tima eydum, thar sem ad enskukennarinn akvad ad maeta ekki. Thad var samt fint ad hitta allt folkid aftur, en vid byrjudum strax fyrsta daginn ad telja dagana fram ad naesta frii. Taeplega fimm vikur i tveggja vikna vetrarfri, og tha fer ég a skidi :)
  Vikan var hrikalega lengi ad lida, en thetta var bara venjuleg skolavika fyrir utan ad ég for i bio med Amöndu a Somewhere a midvikudaginn. Ekki besta mynd sem ég hef séd, en hun var agaet. A fimmtudaginn, 6. januar, atti svo Camille hostsystir min afmaeli, og vid bordudum eitthvad sem kallast "Galette des Rois", sem er hefdbundin smjörkaka bordud a threttandanum. Thetta er svipud hefd og möndlugrauturinn a jolunum, nema med litlum keramikköllum og sigurvegarinn faer koronu. Otrulega god kaka, og truid mér ad thid munud fa ad smakka hana a naesta ari :)
  A laugardaginn skellti ég mér svo a Champs-Elysées med Ericu, og vid löbbudum thad hatt og lagt. Eg skellti mér a buxur i H&M sem kostudu bara 20 evrur, og naglalakk(sem hostmamma min hatar xd) i Sephora. Vid skelltum okkur lika i bio a The Tourist, a ensku audvitad thar sem ad vid neitum ad horfa a Johnny Depp a frönsku, og skemmtum okkur vel (maeli med henni!). Um kvöldid var svo afmaelispartyid hennar Camille, og ég thekkti naestum thvi ekki neinn en ég skemmti mér samt vel, dansadi mikid og stod alveg yfir nammiskalinni .... sidasta helgin adur en "heilsuaaetlunin" byrjar.
  A sunnudaginn forum vid svo i kaffi heima hja brodur hostpabba mins, og thar var öll aettin samankomin til ad fagna afmaeli Camille og fraenda hennar sem a afmaeli i dag. Thessi fjölskylda er uppfull af strakum, er nokkud viss um ad af rumlega tiu fraendsystkinum tha séu einungis tvaer stelpur. En ja, allt rosalega gaman eins og alltaf.
  Eg held samt ad ég hafi nu akvedid ad taka EKKI thetta hrikalega stora lokaprof i frönsku eins og ég aetladi ad gera. Eg er ekki skrad i thad, og er ekkert ad saekjast eftir thvi, enda er metnadurinn minn i frönsku algjörlega i lagmarki. Frönsk bokmenntasaga er bara alltof flokin fyrir minn smekk. Mér naegir ad sitja timana og stara ut i loftid rumlega helminginn af honum .....
  Annars, tha hef ég nu fengid einhverjar einkunnir ur thessari storu profaviku sem vid höfdum rétt fyrir jolin:
  • Physique - 9,7 af 20 .... Reyndar 8,25, en ég var ekki stödd i sidasta timanum fyrir prof svo ad hun mat ekki sidustu spurninguna mina, mér til mikillar anaegju :)
  • SVT - fékk eiginlega ekki einkunn, en af stigunum sem hann safnadi saman, tha fékk ég 1 af 10 .... Hvad get ég sagt, aldrei verid min sterkasta hlid ....
  • Staerdfraedi - 16 af 20! Svo stolt, fékk haerra en Victor meira ad segja, en hann fékk 0,5 minna en ég xd
  • Söguprofid - Thetta sem ég labbadi ut ur. Fékk "gott, og thad sem svarad var vel skilid." Semsagt thessi EINA spurning sem ég svaradi :)
  Enskuprofinu bid ég enn eftir, sem og frönskuprofi sem ég tok i sidustu viku, en annars er ég bara frekar satt. Eg haetti lika i spaensku, og er thvi med tvo aukatima a viku til ad lata mér leidast a bokasafninu .... thid megid buast vid fleiri bloggum i framtidinni held ég.

  Allaveganna, ég kved nuna og bid ykkur endilega um ad gefa mér skemmtileg komment, mér finnst alltaf gaman ad lesa thau, sama hversu omerkileg thau eru :)
  Bisous
  Stella

  fimmtudagur, 30. desember 2010

  Joyeux Noël ! :D

  Eg reyndi, ég virkilega reyndi ad blogga fyrir jol, og rétt eftir jol ..... en leti og litill timi kom i veg fyrir thad. Eg bidst innilegrar afsökunar a thvi .....
  Jaeja, en jolafriid for ekki alveg eins og ég sagdi i sidasta bloggi, og hér er afhverju:
  Manudaginn 20. desember vaknadi ég semsagt fyrir allar aldir, half atta, tilbuin ad taka straeto til Parisar ad hitta Rosu. Eg hafdi bedid til guds daginn adur um ad thad yrdi ekki snjor, notad "the secret" og allt. En hvad haldid thid ad thad fyrsta sem ég hafi séd thegar ég leit ut um gluggann? SNJOR. Snjorinn sem hafdi bradnad svo vel kvöldid adur var kominn aftur .... og snjor i Chalifert thydir ENGINN straeto, og ENGINN straeto thydir ENGIN Paris, thar sem ad hostforeldrar minir voru i vinnunni ... Eg var ekkert sma ful! En ég taladi vid Rosu i simann og vid reddudum thessu med thvi ad akveda ad hittast daginn eftir.
  Um kvöldid sama daga for ég svo til Parisar, en tha var einhver til thess ad skutla okkur nefnilega, og vid forum i party med nokkrum sjalfbodalidum AFS. Thar sem ad ég er svo rosalega vel tengd inn i tha kliku, med thrju hostsystkini i theirra lidi, tha var mér bodid med. Eg nadi ad kreista thvi inn ad Ericu, saensku vinkonu minni, yrdi lika tekid fagnandi, og vid skemmtum okkur konunglega. Vid töludum ensku, og alltaf voru skiptinemarnir ad sussa a okkur: "Talid frönsku, talid frönsku." Jaa, vid gerdum eins og vid gatum, og töludum bara a frönsku vid thau. Thad var lika kaerasti hostsystur minnar tharna, en hann for i skiptinam til Svithjodar fyrir sex arum. Thid hefdud att ad sja hvernig andlitid a Ericu lystist upp thegar hann byrjadi ad tala saensku! Allt i allt mjög fint kvöld, og ég gisti svo heima hja Ericu um kvöldid, enda byr hun mikid naer Paris og thad er ekki ohaett ad taka RER A, mina lest, aleinn ad kvöldi til .... Allskonar furdufulgar i Frakklandi.
  Daginn eftir vaknadi ég svo AFTUR fyrir allar aldir, og thurfti ad vekja  Ericu lika thar sem ad ég vissi ekkert hvernig ég aetti ad komast til Parisar aftur an hennar hjalpar. Hun labbadi med mér ut i straetoskyli, og ég thurfti ad taka straetoinn i lestina, og lestinni skildi ég EKKERT i. Hun er mikid floknari en min, en thad er RER C, verkfaeri djöfulsins! Eg var heppin og tok lest sem stoppadi ekki a fimm stoppistödvum heldur bara a stödinni sem ég thurfti ad komast a, svo ad ég var mjög fegin. Eg hitti svo rosu hja Madeleine, sem er austarlega i midri Paris, og er kirkja. Hun var med hostmömmu sinni lika, svo ad thad for nu ekki allur dagurinn i ad tala islensku, heldur fullt af frönsku lika.
  Vid byrjudum semsagt a thvi ad setjast bara a kaffihus i rolegheitunum og töludum saman, og gud hvad thad er alltaf skritid ad tala islensku. I hvert skiptid, madur tharf virkilega ad hugsa adur en madur talar, thar sem ad i mörgum tilfellum vill tungan ekki vinna med manni. Eg byrja stundum ad bera fram r a frönsku meira ad segja, og thad vita nu allir hversu olik thau eru ..... Eg og Rosa skelltum okkur svo i Eiffel Turninn a medan hostmamma hennar for i göngutur. Vid akvadum ad labba upp, og komumst upp a adra haed. Vid vildum fara alveg upp a thridju, sem er toppurinn, en rödin var endalaust löng og thad kostadi ef madur vildi fara lengra, og vid héldum ad vid hefdum enga peninga. Svo ad vid skelltum okkur nidur a hlaupum, frekar fular, og hvad haldid thid ad eitt af thvi fyrsta sem ég sa thegar ég opnadi veskid mitt hafi verdi? Peningur til thess ad komast upp a topp! Bahh, ekki anaegd!
  En restin af deginum for svo bara i einn allsherjar göngutur, löbbudum marga kilometra! Forum alveg fra Eiffel turninum upp ad Champs-Elysées, löbbudum nidur thad allt og alveg ad Operunni, og thad er ekkert litill spotti. En thetta var samt gedveikur dagur, og frabaert ad hitta Islending aftur.
  Jaeja, midvikudaginn 22. desember var svo rifid sig upp ur ruminu og gert sig tilbuinn i ferdalag til Nantes, thar sem vid vorum heima hja systur hostmömmu minnar til 25. desember.  Ferdin tok sjö tima, af sökum mikillar traffikar, en einungis 4 og halfan a leidinni heim ..... enda kannski ekki allir a ferdinni a thessum "heilaga degi". Eg aetla bara adeins ad setja nokkra punkta um jolin hér i Frakklandi.
  • A adfangadag byrjudu jolin ekki hja mér fyrr en klukkan half niu, thegar vid skelltum okkur i katholaska messu .... ég for klukkan fjögur i bio!
  • Vid opnudum jolagjafirnar eftir messuna, en "jolasveinninn" hafdi komid med thaer allar a medan og thaer voru allar fra honum ....
  • Vid byrjudum ekki ad borda fyrr en halftolf um kvöldid, og sumir ... hemm ... voru ordnir frekar svangir. Vid bordudum litlar braudsneidar med Foie Gras, sem er gaesalifurskaefa, og var bara mjög god. Svo var kalkunn i kvöldmatinn og tiramisu i eftirrétt.
  • Vid vorum 17. Vid 8, systir hostmömmu minnar og fjölskyldan hennar, en hun a thrju börn, foreldrar mannsins hennar, og brodir hostmömmu minnar asamt thremur sonum sinum.
  • I jolagjöf fékk ég tvaer baekur(Arnald og Yrsu), kvennadagatalsbokina 2011, Dikta-diskinn, 66°Nordur hufu, hvita, armband sem hostforeldrar minir gefa öllum stelpunum sinum, fimm franska geisladiska og nammi. Hef aldrei fengid svona litid af gjöfum, en ég var samt sàtt :)
  • Takk fyrir öll jolakortin, thau glöddu hjartad mitt hér i Frakklandi.
  Allaveganna, 26. forum vid svo heim til afa krakkanna, og thar bordudum vid hadegismat og fengum fleiri gjafir, en ég var buin ad fa allar minar svo ad thad var ekkert mal. Um kvöldid urdu allir krakkarnir eftir nema ég, en ég var bara eitthvad threytt og med heimthra til litla landsins mins, svo ad ég taladi vid mömmu og pabba a skype um kvöldid, og horfdi svo a Da Vinci Code .... og getid thid hvad? Eg skildi franska kaflann i henni :) Ahh, ég var stolt.
  Tveir dagar af leti toku svo vid, og i gaer for ég svo til Parisar med skiptinemum fra Svithjod, Bandarikjunum og Astraliu. Vid löbbudum upp ad Sacre Coeur, sem er otrulega falleg kirkja, og skelltum okkur svo i göngutur thar i kring. Vid thurftum medal annars ad hlaupa i burtu fra folki sem vildi selja okkur armbönd, en their eiga thad til ad setja thau bara a thig og thegar their eru bunir ad thvi tha VERDUR thu ad borga .... En vid pössudum okkur.
  Eg for lika i dag a sama stad, en vid löbbudum einnig i gegnum "rauda hverfid" i Paris, thad er thar sem Moulin Rouge er og allar kynlifsbudirnar .... frekar skoplegt, their voru meira ad segja med bio, og ég get rétt imyndad mér hvad er synt thar .... Eg for semsagt med AFS tengilidnum minum og vinkonu hans fra Bandarikjunum, svo ad thad var nu ekki tölud thad mikil franska i dag .... eda i gaer ..... en skolinn byrjar a manudaginn og tha kemur thad allt aftur.
  En ja, tölvan okkar sem ég set myndirnar inna er bilud, svo ad ég get med engu moti sett myndir inn a netid i augnablikinu. Myndavélin min er alveg ad fyllast og ég bara get ekki bedid eftir ad hun komist i lag.
  Thad sidasta sem ég vill segja er bara

  GLEDILEG JOL OG FARSAELT KOMANDI AR
  JOYEUX NOËL ET BONNE ANNEE

  bisous <3

  föstudagur, 17. desember 2010

  Jolafriiii ..... loksins!

  Svo ad ja, ég ER komin i jolafri! Ekki jafn snemma kannski og thid tharna heima, en jolafri verdur thad, med engri vinnu og miklum svefni :)
  Eg get nu ekki sagt ad ég hafi gert mikid sidan ég bloggadi sidast. Thad merkilegasta var kannski bara ad ég for tvisvar til Parisar sidustu helgi, og Paris, je t'aime! Eg for semsagt a laugardeginum a einhverskonar Forum des Metières, sem eru starfskynningar, og ég aetladi ad vera rosalega dugleg og bida i röd til ad fa kynningu a thvi hvernig thad er ad vera thydandi og einhver LEA i ensku, en kemur ekki Victor hlaupandi til min og bydur mér ad skrifa upp eftir sér. Ekki amalegt, thar sem ad rödin var ekkert til thess ad hropa hurra fyrir .... hefdi thurft ad bida halftima lengur thar sem ad thad var eitthvad folk sem trod sér framfyrir og hljop inn an thess ad spyrja hvort vid vaerum ad bida. Bahh, tholi ekki svoleidis ....
  En semsagt, ég tok svo lestina med Raïssu til Parisar, stelpu i bekknum minum, og ég keypti jolakort! (Thau eru i postinum nuna ....) Vid hittum Amöndu, skiptinema fra Bandarikjunum, rétt hja Operunni i Paris, og thar eru fullt af storum budum og alveg otrulega fallegur hluti af Paris. Vid skodudum nu ekkert rosalega mikid samt, forum adallega bara a McDo og töludum. Tokum svo lestina til Bercy thar sem ad vid skelltum okkur a Life As We Know It, a ensku. Vid lagum i hlaturskasti allan  timann. 
  Thegar heim var komid, vitid thid hvad ég sa? Jolatré!! Og ekki gervi eins og er heima hja mér hver einustu jol, heldur ALVÖRU! Mmm lyktin eeeeer svo god :) Vid skreyttum thad a sunnudagsmorguninn, og thad litu ekkert illa ut skal ég segja ykkur.
  Jaeja, en a sunnudeginum skellti ég mér svo aftur til Parisar, i thad skiptid til thess ad fara i göngutur med AFS um götur Parisar. Einn sjalfbodalidinn sagdi okkur allt um söguna, og thad sem ég heyrdi skildi ég allt (vid vorum ad tala saman vid skiptinemarnir og ekkert mikid ad hlusta). Thad var lika einn alveg rosalega saetur sjalfbodalidi, og ég og Erica fra Svithjod skemmtum okkur vid thad ad tala a tungumali sem enginn skildi; hun a saensku en ég a einhverskonar furdulegri blöndu af islensku, dönsku og saensku. Thad var frekar fyndid, og thad komu alveg nokkrir upp til okkar og spurdu hvada tungumal vid vaerum ad tala xd
  Um kvöldid thurfti ég svo ad fara a Champs-Elysées, en fjölskyldan min var a tonleikum a medan ég var i göngunni. A medan ég var ad bida komu thrir drengir upp til min og reyndu ad nyta sér thad ad ég vaeri utlendingur:
  "Gefdu mér franskan koss ..... thad er hefd hérna!"
  "Jaaaaa, einmitt ..... bless."
  Thad var frekar fyndid thar sem ad i göngunni sama dag sagdi ég vid Ericu ad thetta gerdist aldrei vid mig. En ja, godir timar, godir timar .....
  Annars er thad bara buid ad vera skoli skoli skoli ... A thridjudaginn for ég i fjögur prof, i staerdfraedi, ensku, physique og SVT(something-very-terrible) og stod mig vel i fyrstu thremur ef mér skjatlast ekki. I SVT(einhverskonar liffraedi/jardfraedi a kinversku ....) akvad ég ad fara a haefileikum minum, en thar sem ad haefileikarnir i thessu fagi eru ekki i hamarki thegar ég hef ekki laert tha get ég i mesta lagid fengid 3/20, thar sem ad ég svaradi ekki meiru .... En thad verdur bara ad koma i ljos.
  A midvikudaginn maetti ég svo i fjögurra tima söguprof, full bjartsyni og tilbuin ad reyna thratt fyrir ad hafa ekki laert neitt, en eftir korter jatadi ég mig sigrada. Eg nadi ad skrifa sjö linur um fyrstu spurninguna (tek thad fram ad  thad var heil bladsida hja Victor) og svo sat ég i klukkutima og stardi ut i loftid. Loksins tok ég akvördun, rétti upp hönd og bad um ad fa ad fara, sem kennarinn leyfdi mér. Eg atti ad vera a "bokasafninu", en thad eina sem ég gerdi var ad hlaupa thangad og athuga hvenaer straetoinn kaemi. Hljop svo ut i straetoskyli og var komin heim a mettima. Metnadur i mér alltaf!
  Annars eru bara jolin ad koma, jolajolajola. Eg er reyndar ekki alveg i nogu miklu jolastudi, thar sem ad Frakkar gera ekki jafnmikid ur jolunum og vid heima, en aetli thad verdi ekki bara ad hafa thad thessi einu jol. Eg hlusta bara a joladiskinn minn ef mér leidist :) Eg fer 22. til Nantes(google it), en thar munum vid dvelja til 24. heima hja systur Sylvie, host-mömmu minnar. 25. verdum vid svo heima hja afa krakkanna, og svo veit ég ekki hvad restin af friinu fer i. Aetli ég reyni ekki ad hitta skiptinemana eitthvad .....
  A morgun fer ég svo til Parisar med einhverjum skiptinemum, en thetta er halfgerdur kvedjuleidangur, thar sem ad Amanda er ad fara ad skipta um fjölskyldu. Thad er reyndar ekki buid ad finna fjölskyldu fyrir hana og thetta er allt rosalega mikid vesen, en ég vona ad allt gangi upp hja henni. A manudaginn fer ég svo aftur til Parisar, i thad skiptid til thess ad hitta Rosu, eina af islensku stelpunum hér i Frakklandi. Hun er ad koma til Parisar med host-mömmu sinni, og vid aetlum ad fara a Champs-Elysées og eitthvad skemmtilegt :)
  En ja, ég held ad ég hafi sagt allt sem ég vildi segja .....
  Vona ad ég nai ad blogga einu sinni aftur fyrir jol, en vid munum bara sja til.
  Bisous <3

  Ps. Enn og aftur taeknilegir ördugleikar ... myndirnar koma inn seinna :)