mánudagur, 30. ágúst 2010

3 dagar :)

Jææja, það er farið að styttast frekar miiikið í þetta ! Bara þrír dagar þangað til ég fer, eftir þrjá sólahringa mun ég sitja á flugvellinum, hoppandi upp og niður af spenningi, að bíða eftir flugvélinni sem mun bera mig yfir Atlantshafið á vit ævintýranna :)

Núna er ég farin að vera svolítið stressuð um að ég hafi ekki gert allt sem ég geti gert. Ég er svolítið þannig að ég geymi allt fram á síðustu stundu, og eins "gott" og það er, þá bætir það ekki stressið mitt .... Ég er búin að pakka niður öllu úr hillunum mínum þar sem að þær safna svo miklu ryki, en ég er komið með alltof lítið í töskuna. Ég hef verið að reyna að henda drasli í töskuna, og allt er núna í einhverri hrúgu ofan í henni ...

Annars þá er ég orðin alltof spennt, ég hlakka svooo til að hitta fjölskylduna mína þarna úti. Ég er búin að vera að tala svolítið við þau á Facebook, og er búin að komast að því að Thomas, Camille og Victor eru öll á sama ári og ég, en ekkert af þeim er með mér í bekk held ég. Camille er samt í einhverjum einkaskóla og ég er ekki viss hvort að Victor verið með mér í skóla, en það kemur allt í ljós :) Victor kemur líka til Frakklands á sunnudaginn, en hann er að koma frá Nýja-Sjálandi, þannig að við verðum örugglega sótt bæði í einu til Parísar. Allt mjög spennandii ;)

En ég er að pæla í að fara að vinna í pökkuninni, svo að ...

Au revoir, et à bientôt!
Stella

miðvikudagur, 18. ágúst 2010

J'aime la France

Ah oui, bonjour chéries :)

Ooog þetta er það sem ég kann í frönsku ;)
Váá, hvað það er farið að styttast í þetta, eftir sautján sólahringa verður fyrsti dagurinn minn í Frakklandi að kveldi kominn.Allt að geeerast :)

Annars þá er ég hissa á því hvað ég þarf að gera óótrúlega mikið áður en ég fer út. Ég hélt að ég myndi koma þarna út og kaupa allt þar, eins og föt og svona, en auðvitað þarf ég að kaupa fullt hérna heima áður en ég fer, því að ég býst ekkert við að fara í búðir fyrstu vikurnar (vonum nú að þaaað sé rangt). Ég er búin að kaupa mér tvennar stuttbuxur, fullt af sokkum, peysu, hlýraboli, möppu, penna, Le Petit Prince (maður verður nú að æfa sig aðeins), og svo á ég eftir að kaupa náttföt og fullt af toiletries(?), þ.e. tannbursta og svoleiðis. Svo er ekki endilega eitthvað að kaupa, ég þurfti líka að fara að sækja um nýtt kort, klára bílprófið (náði bóklega í dag btw), hugsa um hvaða gjafir ég á að gera fjölskyldunni og svoo margt fleira ...

Bryndís er farin út til Bandaríkjanna núna. Hún fékk fjölskyldu daginn fyrir brottför í bæ sem ber nafn hinna skondnu bæja, Flushing ... Hún hélt kveðjupartý rétt áður en hún fór, tryllt partý, Gay Pride auðvitað í gangi þá helgi þannig að við fórum niður í bæ og svoleiðis, lentum svo í aldeilis vandræðum þegar við komum heim til Bryndísar því að við vorum læstar úti, og allir steinsofandi inni hjá henni, enginn rumskaði ;) En þetta reddaðist allt, and we lived to tell the tale ....

 Það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni að ég hef verið rooosalega löt við að æfa mig í frönskunni, en í dag kom ein og skilaði Le Petit Prince svo að ég keypti hana ... svo er það bara hvort ég skilji eitthvað í henni ;) Annars er voða lítið að gera, ég og Helga eigum ennþá eftir að plana hvernig við ætlum að hafa samkomulagið á þessu blessaða kveðjupartý-i, og svo er einnig málið með það hvernig pökkunarfyrirkomulagið verði ... en næstu eina og hálfa vikuna mun ég sökkva mér niður í vinnu, þar sem skólavertíðin er í fullum gangi (smá auglýsingar hérna: VELJIÐ EYMUNDSSON) þannig að ég mun kannski koma til með að blogga einu sinni í næstu viku, og kannski einu sinni í síðustu vikunni :)

À bientôt et bisous,
Stella

sunnudagur, 1. ágúst 2010

Bonsoir chéries  <3

Jæja, verslunarmannahelgi á Íslandi í gangi, og ég hef eeeekkert að gera ... búin að hanga heima alla helgina, nema ég fór til Viktoríu í gærkvöldi í létt chill. Er annars bara búin að vera heima að horfa á So You Think You Can Dance um helgina, glatað ...

Annars þá fer að styttast í ferðina :) Bara 33 dagar, rétt rúmur mánuður. Leiddist og ákvað því að gera stutt blogg, en ætla að bæta því inn að hann Thomas, hann bróðir minn í Frakklandi, er 19 ára í dag, og óska honum til hamingju með það, þrátt fyrir að hann sjái þetta að öllum líkindum ekki og skilji enn minna í þessu ;)

Bisous,
Stella <3