mánudagur, 30. ágúst 2010

3 dagar :)

Jææja, það er farið að styttast frekar miiikið í þetta ! Bara þrír dagar þangað til ég fer, eftir þrjá sólahringa mun ég sitja á flugvellinum, hoppandi upp og niður af spenningi, að bíða eftir flugvélinni sem mun bera mig yfir Atlantshafið á vit ævintýranna :)

Núna er ég farin að vera svolítið stressuð um að ég hafi ekki gert allt sem ég geti gert. Ég er svolítið þannig að ég geymi allt fram á síðustu stundu, og eins "gott" og það er, þá bætir það ekki stressið mitt .... Ég er búin að pakka niður öllu úr hillunum mínum þar sem að þær safna svo miklu ryki, en ég er komið með alltof lítið í töskuna. Ég hef verið að reyna að henda drasli í töskuna, og allt er núna í einhverri hrúgu ofan í henni ...

Annars þá er ég orðin alltof spennt, ég hlakka svooo til að hitta fjölskylduna mína þarna úti. Ég er búin að vera að tala svolítið við þau á Facebook, og er búin að komast að því að Thomas, Camille og Victor eru öll á sama ári og ég, en ekkert af þeim er með mér í bekk held ég. Camille er samt í einhverjum einkaskóla og ég er ekki viss hvort að Victor verið með mér í skóla, en það kemur allt í ljós :) Victor kemur líka til Frakklands á sunnudaginn, en hann er að koma frá Nýja-Sjálandi, þannig að við verðum örugglega sótt bæði í einu til Parísar. Allt mjög spennandii ;)

En ég er að pæla í að fara að vinna í pökkuninni, svo að ...

Au revoir, et à bientôt!
Stella

2 ummæli:

  1. hvað gerðist fyrir enska bloggið? en vá 3 dagar og 17 minutur eg get ekki beðið :D
    -Rósa

    SvaraEyða
  2. haha, ég nennti því ekki, og fattaði svo að þetta ætti eiginlega meira að vera fyrir fólkið heima ;)

    SvaraEyða