sunnudagur, 20. júní 2010

Fóstufjölskyldan :)


Bonjour elskurnar :)
Eins og ég sagði í síðasta pósti þá er ég komin með fjölskyldu í Frakklandi, í bænum Chalifert, rétt hjá París :)

Ég fékk þær upplýsingar hjá AFS að ég væri að fara til foreldra með einn son sem væri '92 módel. Annað kom á daginn. Í síðustu viku sendi ég nefnilega bréf til þeirra, því að AFS mælti með því að koma sér í samband við fósturfjölskylduna áður en maður færi út. Tveimur dögum eftir að bréfið fór í póstkassann fékk ég tölvupóst.

"We live right next to Disney and 30 kilometers from Paris. We live in a big house with our SIX children."

Þið getið ímyndað ykkur áfallið sem ég fékk. SEX börn. En það er engin ástæða að fara í fýlu. Ég er eiginlega bara frekar ánægð :) Öll börnin eru á aldrinum 13-20 ára, svo að enginn er afgerandi ungur eða gamall ;)

Fjölskyldan samanstendur semsagt af:

Sylvie - Mamman, læknir og áhugakokkur
Antoine - Pabbinn, læknir, píanóleikari og víst góður kokkur
Pauline - 20 ára, háskólanemandi í París, AFS skiptinemi í Paragvæ 2005/2006
Thomas - 19 ára, AFS skiptinemi í Ekvador 2009/2010, á víst að vera í sama skóla og ég
Adrien - 18 ára, í heimavistarskóla á íþróttaskólastyrk
Camille - 16,5 ára, mjög músíkölsk
Victor - 15,5 ára, sumarprógramm í Nýja-Sjálandi með AFS sumar 2010, mjög listrænn
Clément - 13 ára, prakkari

Þau hafa einnig sent mér nokkrar myndir og ég verð að segja að ég er eiginlega orðin mjög spennt að hitta þau öll og byrja í skóla þarna úti í Frakklandi og svoleiðis :) Þetta verður æðislegt.

Annars þá er ég búin að fá flugupplýsingarnar. Ég flýg aðfaranótt 3. september klukkan 01.05 á íslensku tíma og lendi 06.30 í París á staðartíma. Allt mjööög spennandi ;)

I'll keep you posted
Au revoir,
Stella :)

þriðjudagur, 15. júní 2010

Bonjour tout le monde


Góðan daginn, eða Bonjour eins og maður segir á góðri frönsku :)

Ég heiti semsagt Stella Bryndís og er á leiðinni sem skiptinemi þann 3. september til Frakklands. Ég mun dvelja í litlum bæ sem heitir Chalifert og hýsir um 1200 íbúa og er hann staðsettur eina 30 kílómetra austan við París. Um fimm kílómetrum sunnan við bæinn er EuroDisney og næsta H&M búð ;)

Þetta er semsagt síðan sem ég mun koma til með að blogga endrum og sinnum til að segja ykkur frá því hvað hefur drifið á daga mína í nýja framandi samfélaginu sem ég mun dvelja í :) Eiffel-turninn verður náttúrulega í næsta nágrenni ásamt Louvre safninu, og verður það örugglega skoðað ásamt fullt af fleiri hlutum sem koma bara í ljós þegar dregur á dvölina. Ákvað að byrja að blogga strax þannig að ég myndi ná að halda mér í formi við það áður en ég fer út (svo er bara að sjá hvort það hafist), þar sem að ég myndi örugglega gleyma því ef ég byrjaði úti ;)

En ég bið ykkur bara endilega að skoða bloggið mitt þegar ég fer út, og berið saman sögur af vinsælum ferðamannastöðum ef þið hafið komið þangað ;)

xoxo,
frakklandsfarinn <3