sunnudagur, 20. júní 2010

Fóstufjölskyldan :)


Bonjour elskurnar :)
Eins og ég sagði í síðasta pósti þá er ég komin með fjölskyldu í Frakklandi, í bænum Chalifert, rétt hjá París :)

Ég fékk þær upplýsingar hjá AFS að ég væri að fara til foreldra með einn son sem væri '92 módel. Annað kom á daginn. Í síðustu viku sendi ég nefnilega bréf til þeirra, því að AFS mælti með því að koma sér í samband við fósturfjölskylduna áður en maður færi út. Tveimur dögum eftir að bréfið fór í póstkassann fékk ég tölvupóst.

"We live right next to Disney and 30 kilometers from Paris. We live in a big house with our SIX children."

Þið getið ímyndað ykkur áfallið sem ég fékk. SEX börn. En það er engin ástæða að fara í fýlu. Ég er eiginlega bara frekar ánægð :) Öll börnin eru á aldrinum 13-20 ára, svo að enginn er afgerandi ungur eða gamall ;)

Fjölskyldan samanstendur semsagt af:

Sylvie - Mamman, læknir og áhugakokkur
Antoine - Pabbinn, læknir, píanóleikari og víst góður kokkur
Pauline - 20 ára, háskólanemandi í París, AFS skiptinemi í Paragvæ 2005/2006
Thomas - 19 ára, AFS skiptinemi í Ekvador 2009/2010, á víst að vera í sama skóla og ég
Adrien - 18 ára, í heimavistarskóla á íþróttaskólastyrk
Camille - 16,5 ára, mjög músíkölsk
Victor - 15,5 ára, sumarprógramm í Nýja-Sjálandi með AFS sumar 2010, mjög listrænn
Clément - 13 ára, prakkari

Þau hafa einnig sent mér nokkrar myndir og ég verð að segja að ég er eiginlega orðin mjög spennt að hitta þau öll og byrja í skóla þarna úti í Frakklandi og svoleiðis :) Þetta verður æðislegt.

Annars þá er ég búin að fá flugupplýsingarnar. Ég flýg aðfaranótt 3. september klukkan 01.05 á íslensku tíma og lendi 06.30 í París á staðartíma. Allt mjööög spennandi ;)

I'll keep you posted
Au revoir,
Stella :)

1 ummæli:

  1. æjji ég á eftir að sakna þín :(
    en vonandi er þetta yndisleg fjölskylda og allir geðveikt næs :D
    <3

    SvaraEyða