þriðjudagur, 15. júní 2010

Bonjour tout le monde


Góðan daginn, eða Bonjour eins og maður segir á góðri frönsku :)

Ég heiti semsagt Stella Bryndís og er á leiðinni sem skiptinemi þann 3. september til Frakklands. Ég mun dvelja í litlum bæ sem heitir Chalifert og hýsir um 1200 íbúa og er hann staðsettur eina 30 kílómetra austan við París. Um fimm kílómetrum sunnan við bæinn er EuroDisney og næsta H&M búð ;)

Þetta er semsagt síðan sem ég mun koma til með að blogga endrum og sinnum til að segja ykkur frá því hvað hefur drifið á daga mína í nýja framandi samfélaginu sem ég mun dvelja í :) Eiffel-turninn verður náttúrulega í næsta nágrenni ásamt Louvre safninu, og verður það örugglega skoðað ásamt fullt af fleiri hlutum sem koma bara í ljós þegar dregur á dvölina. Ákvað að byrja að blogga strax þannig að ég myndi ná að halda mér í formi við það áður en ég fer út (svo er bara að sjá hvort það hafist), þar sem að ég myndi örugglega gleyma því ef ég byrjaði úti ;)

En ég bið ykkur bara endilega að skoða bloggið mitt þegar ég fer út, og berið saman sögur af vinsælum ferðamannastöðum ef þið hafið komið þangað ;)

xoxo,
frakklandsfarinn <3

3 ummæli:

 1. úúú spennandi :D
  en hvað er EuroDisney? :$
  <3

  SvaraEyða
 2. Disneyland í Frakklandi :D Mikið minna en í Flórída, aðeins einn garður, en samt örugglega geðveikt flott :D
  Viktoría hefur víst farið þangað ;)

  SvaraEyða