þriðjudagur, 27. júlí 2010

Styttist í þetta :)


Gott kvöld og langt síðan síðast :)

Ég verð að játa að það er kominn svolítill fiðringur í mig, bara 39 dagar í þetta ...
Annars þá er hún besta vinkona mín, hún Bryndís, að fara til Bandaríkjanna sem skiptinemi, og einnig önnur vinkona mín, Helga. Þær fara eftir rúmlega tvær vikur, ennþá styttra í þær ! Jii, hvað maður er spenntuuuuuur ...

Ég er líka búin að fá að vita í hvaða skóla ég verð í úti í Frakklandi. Hann heitir víst Lycée Van Dongen, og er staðsettur í Lagny-Sur-Marne, sem er aðeins nær París en Chalifert. Það tekur u.þ.b. hálftíma að taka skólabíl í skólann, vegna þess að rútan þarf að stoppa í öllum bæjum á leiðinni :) Ég verð með Thomas í skóla, stráknum sem var að koma heim frá Ekvador, og samkvæmt hans upplýsingum verðum við á sama ári, svo er bara að bíða og sjá hvort það standist. Ég verð á tungumála-og bókmenntabraut, sem er frábært, því það er einmitt það sem ég er að læra hérna heima og hef áhuga á. Sylvie sendi mér nú samt e-mail og sagði að ég ætti að vera á náttúrufræðibraut, og ég fékk svo mikið sjokk að ég sendi henni strax til baka og spurði hvort það væri einhver möguleiki á að fá að skipta. Ég skil voða lítið í náttúrufræði hérna á Íslandi, afhverju ætti ég að skilja eitthvað meira í henni á frönsku ....

Svona aðeins til að tala um daginn og veginn þá fór ég með Berglindi, Agnesi og Ester á Café Paris um daginn (ironic, right?) og við skemmtum okkur mjög vel, enda komst ekkert að nema tal um ferðina til Frakklands :) Við erum að pæla í að hittast reglulega, þurfum að undirbúa atriði fyrir komubúðirnar og svona :) Elínborg ætlar að koma með okkur næst, en Rósa býr úti á landi og kemur ekki í bæinn fyrr en stuttu fyrir 3. september, þannig að við hittumst vonandi einu sinni eftir að hún kemur í bæinn :)

Annars þá er lítið sem ég hef að segja, það er bara búið að vera svo mikið að gera í vinnunni að ég hef lítinn tíma til að blogga, og lítið til að blogga um ... nema þið viljið hlusta á mig tala um hvernig ég raðaði kiljunum í hillurnar í byrjun skólavertíðar? Hélt ekki ;)

Og allar myndirnar sem verða í blogginu héðan af eru þeir staðir sem ég hlakka mest til að sjá í París, og öllu Frakklandi bara :) Þetta verður frábært. Það verður líklega ekki mikið gert á þessari síðu áður en ég fer út, líklega verður samt svolítil mikil virkni svona síðustu vikuna, en það kemur bara í ljós ;)

Au revoir, Friends bíður ...

Stella :)

4 ummæli:

 1. veistu á hvaða ári þú verður og hvenær í september skólinn byrjar? annars hlakka eg bara til að hitta ykkur:) 35!!!

  kv.Rósa :)

  SvaraEyða
 2. Jáá, ég verð á 1ére ári :) semsagt næstsíðasta árinu, en ég veit ekki hvenær skólinn byrjar :/ örugglega vikuna eftir að við komum eða eitthvað :)

  33 !!

  Kv. Stella

  SvaraEyða
 3. fékkstu að velja ár eða?

  SvaraEyða
 4. neii, var sett bara á þetta :) held að flestir skiptinemarnir fari á þetta ár, sérstaklega '93 módelin ....

  SvaraEyða