fimmtudagur, 30. desember 2010

Joyeux Noël ! :D

Eg reyndi, ég virkilega reyndi ad blogga fyrir jol, og rétt eftir jol ..... en leti og litill timi kom i veg fyrir thad. Eg bidst innilegrar afsökunar a thvi .....
Jaeja, en jolafriid for ekki alveg eins og ég sagdi i sidasta bloggi, og hér er afhverju:
Manudaginn 20. desember vaknadi ég semsagt fyrir allar aldir, half atta, tilbuin ad taka straeto til Parisar ad hitta Rosu. Eg hafdi bedid til guds daginn adur um ad thad yrdi ekki snjor, notad "the secret" og allt. En hvad haldid thid ad thad fyrsta sem ég hafi séd thegar ég leit ut um gluggann? SNJOR. Snjorinn sem hafdi bradnad svo vel kvöldid adur var kominn aftur .... og snjor i Chalifert thydir ENGINN straeto, og ENGINN straeto thydir ENGIN Paris, thar sem ad hostforeldrar minir voru i vinnunni ... Eg var ekkert sma ful! En ég taladi vid Rosu i simann og vid reddudum thessu med thvi ad akveda ad hittast daginn eftir.
Um kvöldid sama daga for ég svo til Parisar, en tha var einhver til thess ad skutla okkur nefnilega, og vid forum i party med nokkrum sjalfbodalidum AFS. Thar sem ad ég er svo rosalega vel tengd inn i tha kliku, med thrju hostsystkini i theirra lidi, tha var mér bodid med. Eg nadi ad kreista thvi inn ad Ericu, saensku vinkonu minni, yrdi lika tekid fagnandi, og vid skemmtum okkur konunglega. Vid töludum ensku, og alltaf voru skiptinemarnir ad sussa a okkur: "Talid frönsku, talid frönsku." Jaa, vid gerdum eins og vid gatum, og töludum bara a frönsku vid thau. Thad var lika kaerasti hostsystur minnar tharna, en hann for i skiptinam til Svithjodar fyrir sex arum. Thid hefdud att ad sja hvernig andlitid a Ericu lystist upp thegar hann byrjadi ad tala saensku! Allt i allt mjög fint kvöld, og ég gisti svo heima hja Ericu um kvöldid, enda byr hun mikid naer Paris og thad er ekki ohaett ad taka RER A, mina lest, aleinn ad kvöldi til .... Allskonar furdufulgar i Frakklandi.
Daginn eftir vaknadi ég svo AFTUR fyrir allar aldir, og thurfti ad vekja  Ericu lika thar sem ad ég vissi ekkert hvernig ég aetti ad komast til Parisar aftur an hennar hjalpar. Hun labbadi med mér ut i straetoskyli, og ég thurfti ad taka straetoinn i lestina, og lestinni skildi ég EKKERT i. Hun er mikid floknari en min, en thad er RER C, verkfaeri djöfulsins! Eg var heppin og tok lest sem stoppadi ekki a fimm stoppistödvum heldur bara a stödinni sem ég thurfti ad komast a, svo ad ég var mjög fegin. Eg hitti svo rosu hja Madeleine, sem er austarlega i midri Paris, og er kirkja. Hun var med hostmömmu sinni lika, svo ad thad for nu ekki allur dagurinn i ad tala islensku, heldur fullt af frönsku lika.
Vid byrjudum semsagt a thvi ad setjast bara a kaffihus i rolegheitunum og töludum saman, og gud hvad thad er alltaf skritid ad tala islensku. I hvert skiptid, madur tharf virkilega ad hugsa adur en madur talar, thar sem ad i mörgum tilfellum vill tungan ekki vinna med manni. Eg byrja stundum ad bera fram r a frönsku meira ad segja, og thad vita nu allir hversu olik thau eru ..... Eg og Rosa skelltum okkur svo i Eiffel Turninn a medan hostmamma hennar for i göngutur. Vid akvadum ad labba upp, og komumst upp a adra haed. Vid vildum fara alveg upp a thridju, sem er toppurinn, en rödin var endalaust löng og thad kostadi ef madur vildi fara lengra, og vid héldum ad vid hefdum enga peninga. Svo ad vid skelltum okkur nidur a hlaupum, frekar fular, og hvad haldid thid ad eitt af thvi fyrsta sem ég sa thegar ég opnadi veskid mitt hafi verdi? Peningur til thess ad komast upp a topp! Bahh, ekki anaegd!
En restin af deginum for svo bara i einn allsherjar göngutur, löbbudum marga kilometra! Forum alveg fra Eiffel turninum upp ad Champs-Elysées, löbbudum nidur thad allt og alveg ad Operunni, og thad er ekkert litill spotti. En thetta var samt gedveikur dagur, og frabaert ad hitta Islending aftur.
Jaeja, midvikudaginn 22. desember var svo rifid sig upp ur ruminu og gert sig tilbuinn i ferdalag til Nantes, thar sem vid vorum heima hja systur hostmömmu minnar til 25. desember.  Ferdin tok sjö tima, af sökum mikillar traffikar, en einungis 4 og halfan a leidinni heim ..... enda kannski ekki allir a ferdinni a thessum "heilaga degi". Eg aetla bara adeins ad setja nokkra punkta um jolin hér i Frakklandi.
  • A adfangadag byrjudu jolin ekki hja mér fyrr en klukkan half niu, thegar vid skelltum okkur i katholaska messu .... ég for klukkan fjögur i bio!
  • Vid opnudum jolagjafirnar eftir messuna, en "jolasveinninn" hafdi komid med thaer allar a medan og thaer voru allar fra honum ....
  • Vid byrjudum ekki ad borda fyrr en halftolf um kvöldid, og sumir ... hemm ... voru ordnir frekar svangir. Vid bordudum litlar braudsneidar med Foie Gras, sem er gaesalifurskaefa, og var bara mjög god. Svo var kalkunn i kvöldmatinn og tiramisu i eftirrétt.
  • Vid vorum 17. Vid 8, systir hostmömmu minnar og fjölskyldan hennar, en hun a thrju börn, foreldrar mannsins hennar, og brodir hostmömmu minnar asamt thremur sonum sinum.
  • I jolagjöf fékk ég tvaer baekur(Arnald og Yrsu), kvennadagatalsbokina 2011, Dikta-diskinn, 66°Nordur hufu, hvita, armband sem hostforeldrar minir gefa öllum stelpunum sinum, fimm franska geisladiska og nammi. Hef aldrei fengid svona litid af gjöfum, en ég var samt sàtt :)
  • Takk fyrir öll jolakortin, thau glöddu hjartad mitt hér i Frakklandi.
Allaveganna, 26. forum vid svo heim til afa krakkanna, og thar bordudum vid hadegismat og fengum fleiri gjafir, en ég var buin ad fa allar minar svo ad thad var ekkert mal. Um kvöldid urdu allir krakkarnir eftir nema ég, en ég var bara eitthvad threytt og med heimthra til litla landsins mins, svo ad ég taladi vid mömmu og pabba a skype um kvöldid, og horfdi svo a Da Vinci Code .... og getid thid hvad? Eg skildi franska kaflann i henni :) Ahh, ég var stolt.
Tveir dagar af leti toku svo vid, og i gaer for ég svo til Parisar med skiptinemum fra Svithjod, Bandarikjunum og Astraliu. Vid löbbudum upp ad Sacre Coeur, sem er otrulega falleg kirkja, og skelltum okkur svo i göngutur thar i kring. Vid thurftum medal annars ad hlaupa i burtu fra folki sem vildi selja okkur armbönd, en their eiga thad til ad setja thau bara a thig og thegar their eru bunir ad thvi tha VERDUR thu ad borga .... En vid pössudum okkur.
Eg for lika i dag a sama stad, en vid löbbudum einnig i gegnum "rauda hverfid" i Paris, thad er thar sem Moulin Rouge er og allar kynlifsbudirnar .... frekar skoplegt, their voru meira ad segja med bio, og ég get rétt imyndad mér hvad er synt thar .... Eg for semsagt med AFS tengilidnum minum og vinkonu hans fra Bandarikjunum, svo ad thad var nu ekki tölud thad mikil franska i dag .... eda i gaer ..... en skolinn byrjar a manudaginn og tha kemur thad allt aftur.
En ja, tölvan okkar sem ég set myndirnar inna er bilud, svo ad ég get med engu moti sett myndir inn a netid i augnablikinu. Myndavélin min er alveg ad fyllast og ég bara get ekki bedid eftir ad hun komist i lag.
Thad sidasta sem ég vill segja er bara

GLEDILEG JOL OG FARSAELT KOMANDI AR
JOYEUX NOËL ET BONNE ANNEE

bisous <3

3 ummæli:

  1. Sigga Hulda stóra systir30. desember 2010 kl. 23:45

    Það er svo frábært að þú skemmtir þér vel. Gaman að sjá hvað þú ert dugleg að skoða og safna vel minnningum um Frakkland. Hlakka svo til að hitta þig þegar þú kemur heim. Njóttu nú tímans í botn og endilega vertu dugleg að setja inn mikið af fréttum og myndum. Allir hérna biðja að heilsa þér. Takk fyrir jólakortið og hafðu það gott yfir hátíðirnar.
    Kv. Sigga Hulda og co. :)

    SvaraEyða
  2. hæ stella, langaði bara að segja að ég les alltaf bloggið þitt og fæ alltaf í magann af parísarþrá .. uppáhalds borgin mín!

    annars lítur þetta allt rosa vel út hjá þér og ég vona að þú hafir það gott það sem er eftir er jólafrísins :)

    SvaraEyða
  3. Heyrðu þetta hljómaði bara allt saman ágætlega gott að þú hafir það gott :) og ég er farin að hlakka svolítið mikið til í að fá þig aftur heim ;)
    Hafðu það sem allra allra best á nýju ári <3

    SvaraEyða