fimmtudagur, 2. september 2010

stuttstuttstutt ....

Frakkland .... hér kem ég !!

Það er kannski erfitt að trúa því, en eftir minna en sólarhring verð ég stödd í París, borg tískunnar :) Þetta er loksins að skella á. Ég er búin að kveðja eiginlega alla, og er að leggja lokahönd á allt í augnablikinu, pakka niður síðustu nauðsynjavörunum og svona. Það var tvísýnt í augnablik um hvort ég yrði í yfirvigt ... en svo breytti ég um aðferð og er núna bara í yfirvigt í handfarangri ;) Bakið mitt mun deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga þar sem að skólataskan mín var við síðustu vigtun 8,3 kíló, og það vantar ennþá örlítið í hana ....

Annars þá er ég orðin rosalega spennt að hitta hina AFS krakkana frá öðrum löndum, plús það að hitta fjölskylduna mína svo á sunnudaginn. Svo byrja ég í skólanum á mánudaginn, hent strax inn í hringiðuna mætti segja. Við lendum klukkan 06:30 í fyrramálið á frönskum tíma, þannig að við erum held ég með þeim fyrstu til þess að lenda. Ég á eftir að vera svo spennt að ég á ekki eftir að geta sofið í vélinni, enda ætla ég mér það ekki ;) Eina vandamálið er að ég er örlítið þreytt núna, hvernig ætli ég verði eftir sólarhring??

Þetta er síðasta bloggið fyrir brottför, ég bíð spennt eftir að geta sagt ykkur frá ferðalaginu og svoleiðis þegar ég er komin til fjölskyldunnar :)

Au revoir Ísland
Bonjour Frakkland 

Stella <3

1 ummæli:

  1. eg er að deyja ur þreytu !! a pottþett eftir að sofna aður en flugvelin fer i loftið...
    -rósa

    SvaraEyða